Flugvirki FAQ

Et grafisk element sat ovenpå hero billedet

Viltu vita hvernig þetta virkar? Hér eru þær spurningar sem við fáum oftast og svörin sem við gefum við þeim.

FÁÐU SVÖR VIÐ SPURNINGUM

Það er eðlilegt að það vakni upp spurningar þegar þú íhugar að skrá þig í flugvirkjanám. 
Þess vegna tókum við saman lista með algengum spurningum sem gefur þér snöggt yfirlit yfir allt frá inntökukröfum og próftöku til húsnæðis- og fjármála.
Hér hjálpum við þér að komast að því hvort þetta sé rétta leiðin fyrir þig.

SPURNINGAR OG SVÖR

Þegar hugað er að námi geta margar spurningar vaknað.

Þess vegna tókum við saman algengar spurningar og skýr svör við þeim – bæði frá dönskum og erlendum umsækjendum.

Textinn er skrifaður til þess að auðvelda þér að finna réttar upplýsingar og gefa þér raunhæfa mynd af því sem bíður þín á námstímanum.

Til að auðvelda aðgang að upplýsingunum höfum við skipt þeim upp í nokkra flokka.

Kynntu þér málin hérna, það sparar þér sporin síðar meir.

INNTAKA Í NÁMIÐ

Hér finnur þú svör við algengustu spurningum um inngöngu í flugvirkjanám.

Þú þarft vegabréfsáritun eða annars konar heimild til að dvelja í landinu áður en þú sendir inn umsókn um nám. Auk þess þarftu að kunna dönsku þar sem námið fer að mestu leyti fram á dönsku.

Þú finnur umsóknarfresti hér: Umsóknarfrestir (á dönsku).

Lágmarkskröfur eru góðar einkunnir í stærðfræði og eðlisfræði á grunnskólastigi. Auk þess er góð ensku- og dönskukunnátta mjög mikilvæg.

Farið verður yfir allar umsóknir. Þú skalt ganga úr skugga um að öll viðeigandi námsgögn fylgi með umsókninni þinni.

Já. Þú getur ekki farið inn á flugvallarsvæði nema þú hafir hreint sakavottorð. 

Standistu ekki þær faglegu kröfur sem gerðar eru geturðu íhugað að taka stúdentspróf eða ígildi þess. Við mælum sérstaklega með þessari leið fyrir ungt fólk.

Einnig er litið jákvætt á hvers konar vinnu á vélaverkstæði þar sem unnið er með flugvélar, bíla eða mótorhjól.

Þú færð danska kennitölu með því að uppfylla eftirfarandi atriði:

  • Þú hefur skráð þig í nám í Danmörku.
  • Þú ert staðsett/ur í landinu. Þú getur ekki sótt um að fá danska kennitölu ef þú ert utan Danmerkur.
  • Þú verður að hafa gilda staðfestingu á búsetu, t.d. í stúdentaíbúð eða annars staðar og framvísa gildum leigusamningi. 

Þú getur aðeins notað Part-66-leyfi útgefið af EASA í Danmörku eða Evrópu.

Það fást engar undanþágur fyrir leyfi sem gefin eru út af öðrum en EASA, því verðurðu að byrja á náminu frá grunni.

Ef þú ert handhafi leyfis sem er ekki gefið út af EASA geturðu sótt um inngöngu á grunnnámskeið, að því tilskildu að þú:

  1. hafir fengið danskan/evrópskan ríkisborgararétt áður en þú sóttir um
  2. getir sýnt fram á færni í dönsku.   

Ef þú hefur næstum lokið Part-66-leyfi utan EASA geturðu sótt um inngöngu á grunnnámskeið, að því tilskildu að þú:

  1. hafir fengið danskan/evrópskan ríkisborgararétt áður en þú sóttir um.
  2. getir sýnt fram á færni í dönsku.   

Það fer eftir flokkun (A1-A4, B1.1-1.4, B2) hvort þú getir nýtt EASA Part-66-leyfi í Danmörku eða Evrópu. Hafðu samband við Part-145-fyrirtæki.

Ef þú vilt sækja um B2-framhaldsnám þarftu B1-menntun sem lokið er hjá TEC Aviation og því gætir þú þurft að byrja í náminu upp á nýtt. 

Það er mögulegt að fá eitthvað af náminu metið en það fer eftir því hversu langt þú ert komin/n/ð í náminu og hvort þú getir sýnt staðfestingu á því að hafa lokið EASA-námskeiðum.

Að auki, eigi þjálfunin að vera greidd af ríkinu, er gert ráð fyrir að þú getir skrifað undir þjálfunarsamning við Part-145-verkstæði.

Vinsamlegast athugaðu að þú getur lokið náminu með prófi í gegnum Part-147. Greitt er fyrir það úr eigin vasa. 

CAT-A leyfi er ekki metið inn í námið. Þú verður því að byrja á grunnnnámskeiðinu okkar.

Vinsamlegast athugaðu að þú getur lokið B1-vottun með prófi í gegnum Part-147. Greitt er fyrir það úr eigin vasa.

NÁMIÐ

Hér finnur þú svör við algengustu spurningum um flugvirkjanám.

B1 tekur 4,5 ár (Þetta felur í sér 20 vikna inngangsnámskeið í grunnnáminu).

B2 tekur 1,5 ár til viðbótar eftir B1.

Alls tekur 6 ár að ljúka báðum námsbrautum. 

Fyrst lýkur þú 20 vikna grunnnámskeiði.

Til þess að halda áfram í náminu verðurðu að uppfylla tvö skilyrði.

  1. Þú verður að standast alla þætti grunnnámskeiðsins.
  2. Þú verður að hafa verknámssamning við Part-145 viðhaldsaðila.

Þú getur séð hvernig námið er uppbyggt hér: Flugvirkjun.

Nei, námið fylgir danska verknámskerfinu. Að náminu loknu færðu þó alþjóðlega vottun.

Aðeins einstaka sinnum. Stærstur hluti kennslunnar fer fram á dönsku. Þú VERÐUR að skilja og tala dönsku.

Grunnnámskeiðið er skyldunámskeið sem býr þig undir að gera námssamning við Part-145 viðhaldsaðila sem sér um þjálfun þína.

Þú getur EKKI sleppt grunnnámskeiðinu. 

Þetta er krefjandi menntun sem krefst fullrar athygli og skuldbindingar. Enginn kemst í gegnum námið án þess að fjárfesta verulegan tíma og fyrirhöfn í því.

Námið, starfsfólk og atvinnugreinin sjálf krefjast ákveðins þroska og góðs viðhorfs sem forsendu þess að ljúka öllum námskeiðum. 

Fólk lærir á mismunandi hátt og námið fer eftir því hvernig þú sinnir því. Það þykja þó góð vinnubrögð að eyða 2-4 klukkustundum á dag í lestur og nám, fyrir utan þann tíma sem það tekur að lesa námsefnið og undirbúa sig fyrir kennslustundir.

  • Mættu tímanlega. Við umberum ekki seinagang og trassaskap.
  • Lærðu heima og mættu undirbúin/n/ð í kennslustundir.
  • Taktu virkan þátt í öllum kennslustundum.
  • Vertu góður vinur samnemenda þinna. 

Já. Í grunnnámskeiðinu eru u.þ.b. 13 próf og í aðalhluta námsins eru u.þ.b. 17 próf.

Þessar tölur taka ekki til endurtektarprófa. 

Fjarvistir eru almennt ekki vel liðnar í flugiðnaðinum og geta haft bein áhrif á starfsframa og framgöngu í námi.

Námið leyfir ekki meira en 10% fjarvistir og í hverju tilviki þarf að skrá fjarvist og gefa upp ástæðu.

Fari fjarvistir yfir 6 % á grunnnámskeiðinu gæti það takmarkað framtíðarmöguleika á því að skrifa undir samning um verklegt nám.

Í aðalhluta námsins verða fyrirtæki látin vita ef fjarvistir nemanda fara yfir meira en 3%, sem hefur áhrif á möguleika þína til þess að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til þín í verklegum hluta námsins.

Samningur um verklegt nám er gerður milli þín og Part-145 viðhaldsaðila til þess að þú hljótir nauðsynlega þjálfun sem verknemi samhliða því að þú stundar nám hjá okkur.

Þú gerir 4 ára samning við Part-145 viðhaldsaðila og færð laun út allan námstímann (þetta á einungis við um dönsk fyrirtæki).

Alþjóðlegir samningar geta vikið frá því sem greint hefur verið frá hér að ofan. 

Ef þú gerir ekki samning um verklegt nám í lok grunnnámskeiðs geturðu ekki haldið náminu áfram í aðalhlutanum. Til þess að halda áfram þarftu að hafa undirritaðan samning. 

Já, þú getur það en aðeins ef þú hefur lokið B1-námskeiði TEC.

Þú getur ekki tekið B2-nám ef þú laukst B1-námskeiði í öðrum skóla. Þetta er vegna þess að B1- og B2-námskeiðin eru samþætt í námsmódelinu okkar. 

Kennsla hefst klukkan 8 og henni lýkur kl 15, bæði á grunnnámskeiðinu og í aðalhluta námsins.

Hver kennslustund tekur 90 mínútur og það eru 4 kennslustundir á dag. Á milli hverrar kennslustundar er 15 mínútna hlé og hádegismatur er 30 mínútur. 

Þú getur einungis fengið EASA-fög metin ef þú getur framvísað samsvarandi EASA-skírteini fyrir sama námsstig sem er innan við 10 ára gamalt.

Mögulegt getur verið að fá almenn fög metin inn í námið, t.d. stærðfræði og eðlisfræði, allt eftir því hvað er hægt að staðfesta og meta við upphaf námsins.

HÚSNÆÐI OG KOSTNAÐUR

Hér finnur þú svör við algengustu spurningum um húsnæði sem og kostnað við bæði menntun og húsnæði.

Eins og öll opinber menntun í Danmörku er námið ókeypis.

Ef þú ert erlendur ríkisborgari frá ESB/EES-landi þarftu ekki að greiða fyrir námið í Danmörku en meginreglan er sú að þú getir ekki fengið danskan námsstyrk þar sem hann er einungis í boði fyrir danska ríkisborgara.

Ef þú uppfyllir skilyrði fyrir búsetu á Iðnskólaheimilinu í Kaupmannahöfn (d. Håndværkerskolehjemmet) færðu rukkun í samræmi við gildandi reglur. Þú getur lesið meira um skilyrðin hér: https://hskhjem.dk/ 

Við mælum með því að þú notir fartölvu í náminu. Við útvegum nemendum ekki fartölvur, hvorki varanlega né tímabundið. 

Við mælum einnig með því að þú verðir þér úti um viðeigandi vinnufatnað, svo sem peysur, buxur og öryggisskó. 

Danmörk er frekar dýrt land. Við mælum með því að þú sparir eins og þú getur áður en þú hefur námið. Fæstir nemendur hafa tíma til að sinna aukastarfi með skóla.

Þú hefur um tvennt að velja:

  1. Fyrri kosturinn er skólaheimilið í Kaupmannahöfn (https://hskhjem.dk/) sem rekið er af Kaupmannahafnarborg.
  2. Sá seinni er að finna þér leiguíbúð eða annað húsnæði á eigin vegum á meðan þú ert í námi. 

Námið tekur mikinn tíma og fyrir marga veldur það vandamálum þegar kemur að hlutastarfi með skóla. Ákvörðunin um að vinna eða ekki er þín. Þú verður að meta hvort þú getir sinnt starfi samhliða skóla án þess að það komi niður á frammistöðu.

LÆKNISFRÆÐILEGAR KRÖFUR

Hér finnur þú svör við algengustu spurningum um læknisfræðilegar kröfur um inngöngu í flugvirkjanám.

Það eru engar opinberar læknisfræðilegar kröfur gerðar til flugvirkja. Þó er hægt að segja að sem viðgerðaraðili þurfirðu á öllum útlimum að halda og vera almennt heilbrigð/ur/t. 

Nei. Þó getur litblinda haft áhrif á ákveðna þætti menntunarinnar og í vinnu svo þú ættir að greina frá litblindu í atvinnuviðtölum og á vinnustað. 

Nei, en allt eftir alvarleika heyrnarleysisins getur það leitt til áskorana fyrir þig og aðra. Þú ættir að greina frá þessu í atvinnuviðtölum og á vinnustað.

Nei.

Það er þó gott að vera meðvitaður um eigin áskoranir þegar kemur að slíkum greiningum og hvar veikleikar liggja.

Að auki mælum við með heiðarleika þegar samningur um starfsnám er undirritaður við Part-145-viðhaldsaðila. Hann tekur endanlega ákvörðun um það hvort hann geti komið til móts við hugsanlegar sérþarfir á námstímanum. Í flugi er öryggi alltaf í fyrirrúmi. 

Nei.

Þótt mikið sé af lesefni í náminu getum við útvegað þér IT-pakka fyrir lesblinda.

Þú hefur einnig kost á því að biðja um leiðbeinanda til að hjálpa þér í kennslustundum. Þó er ekki hægt að nýta þá þjónustu í prófum.  

Við vekjum athygli á því að öll próf eru skrifleg eða krossapróf þar sem engin hjálpargögn eru leyfð. Þó fara prófin fram á tölvu og prófforritið getur lesið spurningarnar og svarmöguleikana upp fyrir þig.

Lesblindir nemendur ættu að reikna með því að þurfa að leggja mikið á sig til þess að ljúka náminu. 

Nei.

Þótt mikið sé af stærðfræði í náminu getum við útvegað þér IT-pakka fyrir talnablinda.

Þú hefur einnig kost á því að biðja um leiðbeinanda til að hjálpa þér í kennslustundum. Þó er ekki hægt að nýta þá þjónustu í prófum.  

Þú ættir þó að hafa í huga að flestar námsgreinar krefjast einhverrar stærðfræðiþekkingar og ekki er leyfilegt að hafa hjálpargögn með í prófum.  

Talnablindir nemendur ættu að reikna með því að þurfa að leggja mikið á sig til þess að ljúka náminu. 

RÁÐGJÖF

Hefur þú frekari spurningar? Við erum reiðubúin til aðstoðar.

Carin
Rabell
Vejleder
EMAIL
TELEFON +45 2545 3982
Vibeke Ponce
Lynnerup
Vejleder
Jannik Holbech
Rasmussen
Udd Leder
EMAIL
TELEFON +45 2545 3785

SCAN QR KODEN FOR AT FÅ LINK TIL DENNE SIDE